Sannkölluð handboltaveisla stendur nú yfir fyrir norðan þar sem Norðlenska Greifamótið fer fram. Leikið verður bæði í karla- og kvennaflokki en hjá körlunum keppa 6 lið um titilinn en 4 lið hjá konunum en spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Höllinni.



Þetta er úrvalstækifæri til að koma sér í handboltagírinn enda mjög spennandi og skemmtilegt tímabil framundan þar sem öll liðin fyrir norðan munu leika í efstu deild. Það er frítt inn á alla leiki í mótinu og því ekki spurning um að mæta og fylgjast með undirbúning liðanna.



Hjá körlunum er leikið í tveimur riðlum, í fyrri riðlinum keppa KA, Grótta og ÍR en í hinum leika Akureyri, Stjarnan og HK. Á laugardeginum mætast svo liðin í 1., 2. og 3. sæti í leikjum um sæti.



Kvennamegin er leikin 4 liða deild þar sem KA/Þór, Afturelding, ÍR og Ungmennalið KA/Þórs keppa.

Fyrir þá sem ómögulega komast á leikina þá bendum við á að KA-TV sýnir alla leikina úr KA-Heimilinu beint en
leikjaplan mótsins má sjá hér.