Heldur betur föstudagsfjör framundan hjá FH næstkomandi föstudag kl. 12.00.

Sannkallað stórskotalið mætir í Krikan og ræðir Olísdeildina. Gunnar Berg Viktorsson, Kristján Arason og Bjarki Sigurðsson fara yfir það helsta og
 u
mræðum stjórnar svo íþróttafréttamaðurinn geðþekki Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
 

Það verður boðið upp á hamborgarahrygg og með því á aðeins 2.000 kr.

Skráning á elsa@fh.is

Virkilega flott framtak. Vel gert FH.