Olísdeildin | Íslandsmeistaratitilinn í húfi

Hápunktur handboltatímabilsins er handan við hornið en úrslitakeppnin fer að hefjast þar sem bestu liðin keppa um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppni í Olís deild karla hefst miðvikudaginn 10. apríl en föstudaginn 12. apríl í Olís deild kvenna.

Allir leikir úrslitakeppninnar verða sýndir í beinni útsendingu í Handboltapassanum en áskrift að honum kostar aðeins 1.290 kr. á mánuði. Síminn mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans en framleiðslufyrirtækið Kukl mun sjá um allar útsendingar í úrslitakeppninni.

“Handboltinn er á mikilli siglingu hér heima. Gæðin í deildinni, karla og kvenna megin, eru frábær og gaman að sjá það góða aðgengi sem Olís, Síminn og HSÍ eru að bjóða upp í sjónvarpsmálum. Ég hlakka til að mæta á leiki í úrslitakeppninni með fjölskyldunni og sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar.” – Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari 

FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn og fara brattir inn í úrslitakeppnina með landsliðsfyrirliðann Aron Pálmarsson í brotti fylkingar á meðan nýkrýndir bikarmeistarar Vals í Olís deild kvenna þykja líklegar þar sem allra augu beinast að Theu Imani Sturludóttur.

Dagskrá 8-liða úrslita:

Áhorf á íslenskan handbolta hefur aukist mikið í ár enda aðgengið að útsendingum frá þessari þjóðaríþrótt aldrei verið betra. Samkvæmt mælingum má gera ráð fyrir að 30.000 – 40.000 áhorfendur hafi verið að horfa á stærstu leikina í deildarkeppninni í vetur og gera má ráð fyrir að áhorfendafjöldinn eigi bara eftir að aukast á meðan úrslitakeppninni stendur.

Handboltapassi HSÍ ásamt útsendingum Símans í opinni dagskrá tvisvar í viku hafa slegið í gegn. Aldrei hafa jafn margir leikir verið sýndir í beinni útsendingu eða opinni dagskrá og áhorfendur hafa einnig verið þakklátir fyrir útsendingar frá Grill 66 deildum karla og kvenna.