Í kvöld fer fram 26. umferð Olísdeildar karla, fimm leikir eru á dagskrá og verða beinar útsendingar frá þeim öllum.

Hafnarfjarðarslagur Hauka og FH verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst útsendingin kl.19.15. Liðin eru jöfn að stigum og ljóst að þessi leikur hefur mikið að segja í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

Stöðuna í Olísdeild karla má sjá
HÉR.

Leikir kvöldsins og útsendingar:18.00
    ÍBV – Akureyri
    Vestmannaeyjar


    
Bein útsending á ÍBV handbolti

19.30
    Fram – Afturelding
    Framhús


    
Bein útsending á SportTV19.30
    Haukar – FH
    Schenkerhöllin


    
Bein útsending á RÚV2

19.30
    Grótta – Stjarnan
    Hertz höllin

    
Bein útsending á Facebook síðu Gróttu*

19.30
    Selfoss – Valur              Selfoss

    
Bein útsending á SelfossTV

Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja sitt lið.

*Tilraunaútsending