Olísdeildin | Handboltapassi Símans

Olís deildin verður send út með nýjum og spennandi hætti í vetur en í fyrsta sinn verða allir leikir bæði karla- og kvennamegin sýndir í beinni útsendingu. Fyrstu vikurnar verða nýttar til fullnustu svo hægt verði að tryggja bestu mögulegu upplifun og því biðjum við áhorfendur að sýna því skilning í fyrstu umferðunum að ekki verði allir möguleikar virkir frá fyrsta degi.

Í fyrstu umferð verða allir leikir sem sjónvarpað verður í gegnum myndavélar Spiideo aðgengilegir á rásum 401 til 406 í sjónvarpsþjónustu Símans ásamt að á þeim rásum verða dagskrárgögn um tímasetningar leikja. Tímaflakk verður ekki í boði í fyrstu umferð en mun þó koma.

Framvegis mun sérstök mappa, Handbolta passinn halda utan um allar beinar útsendingar og upptökur frá leikjum úr Olís deildinni í öllum tækjum en frá fyrstu umferð aðeins vera aðgengileg yfir myndlykla Símans og í vefsjónvarpi (sjonvarp.siminn.is).

Við vekjum sérstaka athygli á því að fyrstu tvo mánuðina verður Olís deildinni gjaldfrjáls og opinn öllum en aðeins þarf að hafa notandaaðgang að sjónvarpsþjónustu Símans sem má fá gjaldfrjálst á sjonvarp.siminn.is.

„Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni með HSÍ. Það er ný og fersk nálgun á sjónvarpsútsendingar að íþróttasamband sjái sjálft um sína íþrótt og njóti ávaxta þeirrar vinnu með beinum hætti. Hlutverk Símans sem dreifingaraðili er að koma þessu efni til áhorfenda með sem bestum hætti en HSÍ sér um dagskrárgerðina og upptökur á leikjum. Okkar fólk er að vinna hratt þessa dagana svo allt verði klárt eftir stuttan undirbúningstíma og við því viðbúin að það verði einhverjar hraðahindranir í fyrstu útsendingunum sem að við leysum með HSÍ og þeirra samstarfsaðilum,“ segir Birkir Ágústsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrár hjá Símanum.