Framstúlkur tryggðu sér  Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna.

Eftir hraðan og spennandi fyrri hálfleik var staðan 15-12 Fram í hag, sá munur hélst allt fram á lokamínúturnar þegar Stjarnan náði að minnka muninn niður í 1 mark og átti möguleika á að jafna. En lokasókninn rann út í sandinn og Fram vann 28-27.

Að leik loknum var Guðrún Ósk Maríasdóttir valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar kvenna, en hún lokaði marki Fram á löngum köflum í kvöld.

Þetta er 21. Íslandsmeistaratitill Fram í meistaraflokki kvenna.

Myndband frá facebook-síðu RÚV íþróttir.