Í dag lauk 8 liða úrslitum Olís deildar karla þegar oddaleikir úrslitanna voru leiknir.

Fram og Valur tryggðu sér sæti í 4 liða úrslitum eftir æsilega sigra á Haukum og ÍBV og bættust þar með í hóp FH og Aftureldingar sem höfðu áður tryggt sér sæti með sigrum á Gróttu og Selfoss.

4 liða úrslitin hefjast nk. miðvikudag og þá mætast FH og Afturelding annars vegar og Fram og Valur hins vegar.