Olísdeild kvenna | Valur í úrslit, oddaleikur á Akureyri

ÍBV og KA/Þór mættust í Eyjum í dag þar sem KA/Þór hafði betur í háspennuleik 24 – 21. Liðin mætast því í hreinum úrslitaleik um laust sæti í úrslitum Olísdeildar kvenna á Akureyri á laugardaginn.

Valur og Fram áttust í Origo höllinni í kvöld. Valur hafði betur, lokatölur 24 – 19. Valskonur eru því búnar að tryggja sér sæti í úrslitaviðureign Olísdeildar kvenna.