Síðasta umferð Olísdeildar kvenna fór fram í dag þar sem úrslitin réðust á toppnum og í botnbaráttunni.

Grótta og Fjölnir mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í deildinni, þar sem það var ljóst að liðið sem tapaði mundi falla. Það varð hlutskipti Fjölnis að þessu sinni en Grótta hafði betur 24-17.

Valur, Haukar og ÍBV áttu öll tækifæri á að verða deildarmeistari en Valskonur stóðu þó best að vígi fyrir leiki dagsins og dugði jafntefli á móti Haukum. Leikurinn var jafn framan af en góð byrjun Hliðarendastúlkna í seinni hálfleik lagði grunninn að flottum sigri 28-22 og tryggði Valskonum deildarmeistaratitilinn. 

Til hamingju Valur!

 

Það er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst 3. apríl.

Valur – Haukar

Fram – ÍBV