Það er komið að því. Úrslitaeinvígi Vals og Fram hefst í kvöld að Hlíðarenda. 

Deildarmeistararnir á móti ríkjandi Íslands og bikarmeisturum, það verður ekki stærra. Það lið sem verður fyrr til að vinna þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn.

Mætum á völlinn og styðjum okkar lið!

Valur – Fram kl. 19.30,
í beinni á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19.15 og Seinni bylgjan fer svo ýtarlega yfir málin eftir leik.