Olisdeild kvenna | Úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna hefst í kvöld

Fram og Valur eigast við í kvöld í fyrsta leik þeirra í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Seinni bylgjan hitar upp fyrir leikinn frá kl. 18:50 og gerir svo upp leikinn að honum loknum.

Til að tryggja sér íslandsmeistaratiltilinn þarf að vinna þrjá leiki, hér má sjá leikjaniðurröðun úrslitaeinvígis Olísdeildar kvenna:
19:30 Fram – Valur 20. maí.
19:30 Valur – Fram 23. maí.
19:30 Fram – Valur 26. maí.
19:30 Valur – Fram 29. maí.
19:30 Fram – Valur 31. maí.

Bæði Fram og Valur sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Fram mætti svo ÍBV í undanúrslitum og sigraði Fram einvígið 3 – 0. Valsstúlkur léku gegn KA/Þór og unnu samtals 3 – 1.

Miðasala á leikinn í kvöld er í Stubbur app.