Leikur 4 á milli Stjörnunnar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld. Leikurinn fer fram í TM höllinni Garðabæ klukkan 20.00 en Haukar leiða einvígið 2-1. Takist Haukum að sigra tryggja þær sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn Gróttu.

Markahæstu leikmenn liðana í deildinni í vetur má sjá hér að neðan.

Markahæstu leikmenn Stjörnunnar í Olísdeild kvenna 2015/2016

Helena Rut Örvarsdóttir
135 mörk í 26 leikjum

Hanna Guðrún Stefánsdóttir
112 mörk í 23 leikjum

Solveig Lára Kjærnested
102 mörk í 26 leikjum

Þessir þrír leikmenn skoruðu 349 mörk af þeim 715 mörkum sem liðið skoraði í vetur eða um 48% marka liðsins.

Markahæstu leikmenn Hauka í Olísdeild kvenna 2015/16

Ramune Pekarskyte
167 mörk í 25 leikjum

Maria Ines Da Silva Pereira
137 mörk í 22 leikjum

Jóna Sigríður Halldórsdóttir
91 mark í 21 leik

Þessir þrír leikmenn skoruðu 395 af þeim 739 mörkum sem liðið skoraði í deildinni eða um 53% marka liðsins. 

Markahæstu leikmenn liðana í einvíginu hingað til eru:

Ramune Pekarskyte/Haukar
  19 mörk

Maria Ines Da Silva Pereira/Haukar  19 mörk

Þórhildur Gunnarsdóttir/Stjarnan
  16 mörk

Helena Rut Örvarsdóttir/Stjarnan
  12 mörk