Eftir frábæran handboltaleik á milli liða séra Friðriks þá er ljóst að það verður hreinn úrslitaleikur að Hlíðarenda á laugardag kl. 16.00. Haukar höðfu frumkvæðið í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en 6 mínútur lifðu leiks að Valsstúlkur sigu fram úr og höfðu loks betur 22-25. 

Stórkostlegt einvígi á milli þessara liða, frábær stemmning í Hafnarfirðinum og ljóst að það verður barist til síðasta blóðdropa að Hlíðarenda.

Valur – Haukar laugardag kl. 16.00, í beinni á
Stöð 2 Sport 3.

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!