Staðan er 1-1 í einvígi Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna og því mikil eftirvænting fyrir kvöldinu þegar liðin mætast í þriðja sinn að Hlíðarenda kl. 19.30.

Til þessa höfum við séð frábæran handbolta og jafna leiki og því ljóst að það verður gríðarlega hart barist í kvöld.

Valur – Fram kl. 19.30,
í beinni á Stöð 2 Sport þar sem upphitun hefst kl. 19.10 og Seinni bylgjan fer svo yfir allt það helsta eftir leik.

Mætum á völlinn og styðjum okkar lið!