Olísdeild kvenna | KA/Þór Íslandsmeistari 2021

KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari Olísdeild kvenna í fyrsta sinn eftir 23 – 25 sigur á Val í Origo höllinni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna.

Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og framan af fyrri hálfleik skiptust liðin á að hafa forystuna. KA/Þór náði tveggja marka forystu þegar skammt var eftir eftir af fyrri hálfleik þegar dómarar leiksins blésu til hálfleiks var staðan 10 – 12 KA/Þór í vil.

KA/Þór hélt forystunni allan seinni hálfleikinn en Valsstúlkur náði mest að minnka muninn í eitt mark. KA/Þór gulltryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með marki þegar 10 sekúndu voru eftir af leiknum, lokatölur 23 – 25.

KA/Þór er Íslandsmeistari Olísdeildar kvenna í fyrsta skiptið í dag en fyrr í vetur hafði liðið tryggt sér deildarmeistararatitilinn og Meistarakeppni HSÍ

Martha Hermannsdóttir KA/Þór var valin mikilvægasti maður úrslitakeppninnar.

Til hamingju KA/Þór!