Haukastelpur eru komnar 2-1 yfir í einvíginu á móti Val eftir framlengingu í frábærum leik á Hlíðarenda, 22-23. Það er því ljóst að Valsstelpur eru komnar með bakið upp við vegg og það verður allt undir í leik liðanna á fimmtudag, en Haukum dugir sigur á heimavelli til að komast í úrslitaeinvígið.

Haukar – Valur fimmtudag kl. 19.30,
í beinni á Stöð 2 Sport 4.

Tímasetningar leikja í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna má sjá hér.

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!