Olísdeild kvenna | Fram Íslandsmeistari

Fram varð í kvöld Íslandsmeistari í Olís deild kvenna eftir sigur á Val 23 – 22 í fjórða leik liðanna sem fram fór í Origo höllinni. Fram vann því einvígið 3-1.

Mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var valinn Karen Knútsdóttir úr Fram en hún átti enn einn stórleikinn í dag og skoraði 9 mörk.

Við óskum Fram til hamingju með titilinn.