Fram er komið í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna eftir frábæran sigur á ÍBV í mögnuðum leik í Vestmannaeyjum, 24-27. Það var jafnt á öllum tölum framan af en í seinni hálfleik náðu Framstúlkur frumkvæði og leiddu mest með fjórum mörkum allt til leiksloka.

Það kemur svo í ljós í kvöld hvort það verða Haukar sem tryggja sér einnig í úrslitin eða hvort Valsstúlkur nái að knýja fram oddaleik að Hlíðarenda. Leikurinn hefst kl. 19.30 í kvöld í Hafnarfirðinum.

Tímasetningar leikja í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna má sjá hér.

Ljósmynd: Sigfús Gunnar/mbl.is