Fram getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil Olísdeildar kvenna í kvöld þegar Valskonur mæta í heimsókn í Safamýrina kl. 20.00. Staðan er 2-1 fyrir Fram og því ljóst að Hlíðarendaliðið þarf sigur í fjórða leik liðanna. Einvígið hefur verið stórkostleg skemmtun og ekki við öðru að búast en að það haldi áfram í kvöld.

Fram – Valur kl. 20.00,
í beinni á Stöð 2 Sport.

Mætum á völlinn og styðjum okkar lið!