Olísdeild kvenna | Fjórði leikur úrslitaeinvígis í dag

Valur og Fram eigast við fjórða sinni í kvöld í kvöld í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna og fer leikur þeirra fram í Origo höllinni. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Seinni bylgjan hitar upp fyrir leikinn frá kl. 18:50 og gerir svo upp leikinn að honum loknum.

Til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þarf að vinna þrjá leiki en Fram hefur unnið tvo leiki og Valur hefur unnið einn leik.

Bæði Fram og Valur sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Fram mætti svo ÍBV í undanúrslitum og sigraði Fram einvígið 3 – 0. Valsstúlkur léku gegn KA/Þór og unnu samtals 3 – 1.

Miðasala á leikinn í kvöld er í Stubbur app.