Staðan er orðin 2-1 fyrir Fram í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir frábæran útisigur á móti Val að Hlíðarenda, 25-29. Framkonur byrjuðu af gríðarlegum krafti og höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda. Frábær varnarleikur og hraðarupphlaup lögðu grunninn að sigrinum og geta Safamýrarstúlkur nú tryggt sér titilinn á heimavelli á fimmtudagskvöld í leik fjögur á milli liðanna.

Fram – Valur á fimmtudag kl. 20.00.