Framstúlkur jöfnuðu metin í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val í Safamýri með góðum sigri, 28-22, í frábærum leik.

Heimamenn höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Valskonur hleyptu þeim aldrei of langt frá sér og náðu að jafna metin 21-21 þegar að tíu mínútur voru eftir. Lengra komust þær þó ekki og bikarmeistararnir gáfu aftur í og enduðu leikinn með 6 marka sigri.

Staðan því orðin 1-1 en þriðji leikur þessara frábæru liða verður á mánudag kl. 19.30 að Hlíðarenda.