Fram og ÍBV mættust öðru sinni í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Framstúlkur höfðu 1-0 forystu í einvíginu og því ljóst að heimamenn þurftu sigur í kvöld. Gestirnir byrjuðu þó betur og leiddu 8-11 í hálfleik. ÍBV mætti gríðarlega sterkt til leiks í þeim seinni og eftir rúmar 40 mínútna leik náðu þær forystu, 17-16, í fyrsta skipti frá því í stöðunni 1-0 í upphafi leiks. Eyjastúlkur litu ekki til baka og sigldu heim frábærum heimasigri á bikarmeisturunum 23-20, þeim fyrsta á Fram í vetur.

Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og næsti leikur fer fram í Safamýrinni á sunnudag kl. 16:00.

Leikur Hauka og Vals er svo á morgun kl. 19.30. Þar er staðan 1-0 fyrir Val.

Allir á völlinn, styðjum okkar lið!