Valur og Fram mættust í fyrsta leik í úrslitaeinvígi kvenna. Fyrirfram var búist við hörku leikjum í rimmunni og fyrsti leikurinn veitir svo sannarlega á gott. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks eða allt þar til Valur náði 7-0 kafla og komust í 9-3 áður en Framarar vöknuðu úr rotinu, náðu góðum kafla og minnkuðu muninn í eitt mark áður en flautað var til hálfleiks í stöðunni 13-12.

Seinni hálfleikurinn bauð áfram upp frábæran handbolta og heimamenn náðu að halda frumkvæðinu með öguðum sóknarleik, góðri vörn og frábærri markvörslu. Valsstúlkur því komnar 1-0 yfir í einvíginu eftir flottan sigur á ríkjandi Íslands og bikarmeisturum.

Leikur tvö fer fram í Safamýrinni á fimmtudag kl. 16.00. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér titilinn.

Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 15.45. Seinni bylgjan fer svo ýtarlega yfir málin eftir leik.

Mætum á völlin og styðjum okkar lið!