Það var hart barist í Safamýrinni eins og búist var við þegar Fram og ÍBV mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í kvöld.

Framstúlkur voru þó með undirtökin framan af og leiddu með tveimur til fimm mörkum allan leikinn, þrátt fyrir nokkur færi fyrir ÍBV að minnka niður í eitt. Allt kom fyrir ekki og Fram komið 1-0 yfir í einvíginu eftir 32-27 sigur. 

Einvígið byrjar vel og það verða læti í næsta leik sem fer fram á fimmtudag kl. 18.00 í Vestmannaeyjum. 

Á morgun er svo fyrsti leikur í rimmu Vals og Hauka og hefst hann kl. 19.30 að Hlíðarenda.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja sitt lið til sigurs.