Stjórn HSÍ hefur ákveðið að vísa leikbroti Andra Heimis Friðrikssonar sem átti sér stað í leik ÍBV og FH þann 17. maí sl. til aganefndar til úrskurðar. 

Skv. 18. gr reglugerðar HSÍ um agamál hefur stjórn HSÍ heimild til að vísa til úrskurðar aganefndar hvers konar atvikum, svo sem bæði leikbrotum og agabrotum, sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar, hvort sem viðkomandi hafi tekið þátt í leiknum eða ekki, og ekki hafa komið fram í atvikaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns. Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkoma innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. 

Í kjölfar umræðu um fólskubrot í handknattleik í vetur skoraði ársþing HSÍ á stjórn að taka fastar á hverskonar fólskubrotum og var það samhljóma samþykkt. 

Í ljósi þessa og í samræmi við kafla 6, reglugerðar HSÍ um agamál hefur stjórn HSÍ ákveðið að vísa leikbroti Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, í leik ÍBV gegn FH þann 17. maí sl. til aganefndar.