Handknattleikssambandi Íslands barst tilkynning frá hkd. Kríu 20. júlí sl. þar sem tilkynnt var að Kría hafi ákveðið að taka ekki þátt í Íslandsmótinu í handknattleik á næsta keppnistímabili.

Í kjölfar þess hafði skrifstofa HSÍ samband við hkd. Víkings og bauð þeim laust sæti Kríu í Olísdeild karla sem Víkingur hefur nú samþykkt. Víkingur mun því taka sæti Kríu í Olís deild karla nk. tímabil.

Skrifstofa HSÍ vill þakka Víkingum fyrir að bregðast hratt við og samþykkja beiðni um að taka sæti í Olísdeildinni, slíkt er ekki sjálfsagt með stuttum fyrirvara enda verkefnið stórt.