Olísdeild karla | Valur og Stjarnan í undanúrslit

Tveir leikir fóru fram í kvöld í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla.

Selfoss fékk Stjörnuna í heimsókn í Hleðsluhöllina en fyrri leikur þeirra endaði með tveggja marka sigri Selfoss, 26 – 24. Í kvöld endaði leikurinn 30 – 28 fyrir Stjörnunni og með fleiri mörkum skoruðum á útivelli tryggði Stjarnan sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla.

Valsmenn fengu KA í heimsókn í seinni leik kvöldsins. Fyrri leikur í viðureign þessara liða endaði 30-26 fyrir Valsmönnum. Í kvöld hafði Valur betur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigri á KA 33 – 28.