Olísdeild karla | Valur Íslandsmeistari 2021

Valur varð í dag Íslandsmeistari Olísdeildar karla í 23. sinn eftir 34 – 29 sigur gegn Haukum Ásvöllum í síðari leik liðanna.

Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og leiddu frá fyrstu mínútu. Forustunni héldu þeir þar til dómara leiksins blésu til hálfleiks en þá var staðan 18 – 15 Valsmönnum í hag.

Í síðari hálfleik héldu Valsmenn forystunni allan tímann og þrátt fyrir að Haukar hafi náð að minnka muninn í eitt mark þá dróg aftur í sundur með liðunum. Valsmenn héldu 3-5 marka forystu það sem eftir lifði leiks og tryggðu sér Íslandsmeistraratitilinn með 34 – 29 sigri.

Anton Rúnarsson leikmaður Vals var valinn mikilvægastur í úrslitakeppninni.

Til hamingju Valur!