Undanúrslitaleikir Vals og Aftureldingar um sæti í lokaúrslitum Olísdeildar karla 2015/16 halda áfram.

Næsti leikur er klukkan 19:30 að Valshöllinni Hlíðarenda en staðan í einvíginu er 1-1.

Á síðustu sex árum hafa liðin leikið við hvort annað 17 sinnum. Í þessum leikjum hefur Valur sigrað 12 sinnum, Afturelding sigrað þrisvar en tvisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn.

Markatala liðana í þessum leikjum er Valur 436 – 397 Afturelding

Í Olísdeildinni í ár sigraði Valur allar þrjár viðureignir liðana en árið áður sigraði Afturelding tvo leiki og liðin gerðu eitt jafntefli.

Hér er samantekt úrslita úr leikjum liðana síðustu ár.

Olísdeildin 2015/16

Valur – Afturelding         25-22

Afturelding – Valur         19-27

Afturelding – Valur         24-26

Valur – Afturelding         22-25*

Afturelding – Valur          23-26*

*Úrslitakeppni 2016


Olísdeildin 2014/15

Valur – Afturelding         18-23

Afturelding – Valur         28-28

Valur – Afturelding         23-25

Olísdeildin 2013/14

Mættust ekki, Afturelding í 1.deild


N1 deildin 2012/2013

Afturelding – Valur         20-26

Valur – Afturelding         30-30

Valur – Afturelding         25-21

N1 deildin 2011/12

Valur – Afturelding         25-20

Afturelding – Valur         24-33

Valur – Afturelding         24-20


N1 deildin 2010/11

Afturelding – Valur         22-23

Valur – Afturelding         29-25

Valur – Afturelding         28-26