Í dag hefjast undanúrslit Olís-deildar karla með tveimur leikjum og verða þeir báðir í beinni útsendingu á Stöð2Sport.Lið Hauka og ÍBV mætast í Schenkerhöllinni  og hefst leikurinn 18:00. Haukar unnu Stjörnuna í 8-liða úrslitum en lið ÍBV sigraði lið FH.

Á Selfossi mætast Selfoss og Valur og hefst leikurinn 20:15. Selfoss unnu lið ÍR í 8-liða úrslitum en lið Vals sigraði lið Aftureldingar.
Hægt er að fylgjast í beinni með allri tölfræði HB Statz úr leikjunum í gegnum heimasíðu HSÍ með því að smella á hnappinn Í beinni á forsíðunni.Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar lið!