Það verður hart barist á Selfossi þegar FH-ingar mæta í heimsókn í fyrsta leik í einvígi liðanna um laust sæti í úrslitum Olísdeildar karla. Leikir þessara liða hafa verið frábær skemmtun það sem af er tímabils og því má búast við hörku rimmu í kvöld.

Selfoss – FH kl. 19.30.


Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 og eftir leik mun Seinni bylgjan fara vel yfir undanúrslitarimmurnar til þessa.

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!