Í kvöld fara fram tveir leikir í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla þar sem það gæti komið í ljós hvaða tvö lið mætast í úrslitaeinvíginu.

Hjá ÍBV og Haukum er staðan 2-0 Eyjamönnum í vil og í rimmu FH og Selfoss eru það Selfyssingar sem leiða 2-1.

Magnaðir leikir framundan. 

ÍBV – Haukar kl. 17.00.

FH – Selfoss kl. 19.30.

Báðir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport og Seinni bylgjan fer yfir allt það helsta að þeim loknum.

 

Mætum á völlinn og styðjum okkar lið!