Olísdeild karla | Tveir leikir í 8-liða úrslitum í kvöld

Úrslitakeppni Olísdeildar karla heldur áfram en í kvöld eru seinni tveir leikir 8-liða úrslita í fyrstu umferð.
Haukar – KA kl. 19:30, leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport
FH – Selfoss kl. 19:30, leiknum er streymt á FH TV.

Miðasala á leikina er í Stubbur App.

Í gær sigraði ÍBV lið Stjörnunnar 36 – 27 og Valur vann Fram 34 – 24, liðin mætast aftur á sunnudaginn í annarri umferð 8-liða úrslita.