Tveir hörkuleikir framundan í úrslitakeppni Olísdeildar karla í kvöld.

Selfyssingar geta tryggt sér inn í undanúrslit með sigri á Stjörnunni í TM Höllinni en leikur tvö í einvígi liðanna fer fram kl. 19.30.

Þá geta Haukar sent ríkjandi Íslandsmeistara í sumarfrí með sigri á heimavelli en Valsmenn mæta í heimsókn í Hafnarfjörðinn og hefst leikurinn einnig kl. 19.30.

Stjarnan – Selfoss kl. 19.30.

Haukar – Valur kl. 19.30,
bein útsending á Stöð 2 Sport 3 hefst kl. 19.00.

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!