Selfoss getur tryggt sér inn í úrslitaeinvígið í næsta leik liðanna eftir frábæran sigur á FH. Heimamenn byrjuðu gríðarlega vel og komust mest í 6 marka forystu áður en FH náði að koma sér betur inn í leikinn og munurinn aðeins þrjú mörk þegar flautað var til hálfleiks. Hafnfirðingar komu inn í seinni hálfleik af miklum krafti og náðu að jafna 19-19 þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum. 

Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en svo fór að heimamenn héldu frumkvæðinu og lönduðum mikilvægum sigri, 31-29, og er komnir í kjörstöðu fyrir fjórða leik liðanna sem fram fer laugardaginn 5. maí kl. 19.30 í Hafnarfirði en þar verður FH að sækja til sigurs ætli þeir sér að næla í oddaleik á Selfossi um laust sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla.

FH – Selfoss laugardaginn 5. maí kl. 19.30.

Núna á fimmtudag fer fram leikur tvö í rimmu Hauka – ÍBV og hefst hann kl. 19.30.

Tímasetningar leikja í úrslitakeppni Olísdeildar karla má sjá hér.