Biðin er á enda, Olísdeild karla hefst í dag með þremur hörku leikjum.

ÍBV – Grótta, kl. 16.00.

Fram – Valur, kl. 18.00.

Stjarnan – Afturelding, kl. 19.30 og verður hann
í beinni á Stöð 2 Sport.

1. umferð heldur svo áfram á mánudag með stórleik fyrir norðan, KA – Akureyri, og lýkur á miðvikudag með frábærum leikjum þ.m.t. risaslag í Hafnarfirði, FH – Haukar.

Allt um leikjaniðurröðun, tímasetningar o.s.fv. í Olísdeild karla má sjá hér.

Meistarakeppni HSÍ kvenna fer fram á fimmtudag en þar mætast Fram og Haukar í leik um fyrsta titil tímabilsins hjá konunum. Leikurinn verður í Safamýri og hefst kl. 19.30.

Olísdeild kvenna hefst svo laugardaginn 15. september með frábærum leikjum í fyrstu umferð.
Allt um það hér.

 

ALLIR Á VÖLLINN OG STYÐJUM OKKAR LIÐ!