Leik FH og KA í Olís deild karla sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað vegna samgönguörðugleika. Ófært er frá Akureyri til Reykjavíkur og hefur nýr leiktími verið ákveðinn á morgun, fimmtudaginn 12. mars kl.19.30.