Það verða læti fyrir norðan þegar erkifjendurnir KA og Akureyri mætast í sannkölluðum grannaslag. Gríðarleg eftirvænting er fyrir norðan og margir aðdáendur handboltans bíða spenntir eftir leiknum enda frábært að fá lið frá höfuðstað norðurlands aftur í Olísdeildina bæði í karla- og kvennaflokki.

KA – Akureyri, í kvöld kl. 19.00.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.

Umferðinni lýkur svo á miðvikudag með tveimur stórleikjum.

ÍR – Selfoss, miðvikudag kl. 19.30.

Haukar – FH, miðvikudag kl. 19.30 og í beinni á Stöð 2 Sport.

 

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!