Olísdeild karla | ÍR leikur í Olísdeild karla að nýju

Fjórða viðureign ÍR og Fjölnis í umspili um laust sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili var leikinn í dag. Til að tryggja sér sæti í Olísdeildinni þurfti að vinna þrjár viðureignir en ÍR hafði unnið tvær og Fjölnir eina fyrir leik dagsins.

ÍR sigraði Fjölni 27 – 25 í dag og tryggði sér þar með sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili og koma þeir til baka ásamt Herði frá Ísafirði.

HSÍ óskar ÍR til hamingju og býður þá velkomna til baka í Olísdeild karla.