Einvígið hófst með látum þegar ÍBV og FH mættust í fyrsta leik í orrustunni um Íslandsmeistaratitilinn. Gestirnir höfðu frumkvæðið framan af og leiddu inn í hálfleik 11-12. Heimamenn snéru þó gríðarlega einbeittir til leiks eftir hlé og náðu föstum tökum á leiknum í upphafi síðari hálfleiks og allt til enda. Lokatölur 32-26 ÍBV í vil.

 

Rimman lofar gríðarlega góðu, frábær handbolti og stemmningin í húsinu var ógnvænleg. Eiga stuðningshópar beggja liða hrós skilið og ljóst er að það verður ekki bara keppt á gólfinu heldur á pöllunum líka í einvíginu. Við getum ekki beðið eftir þriðjudeginum en þá mætast liðin í leik tvö. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér titilinn.Leiktímarnir eru sem hér segir:

FH – ÍBV, þriðjudaginn 15. maí kl. 19.30.

ÍBV – FH, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.30.

FH – ÍBV, laugardaginn 19. maí kl. 19.30 (ef til hans kemur).

ÍBV – FH, þriðjudaginn 22. maí kl. 19.30 (ef til hans kemur).

 

Allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport þar sem Seinni bylgjan fer yfir allt það helsta fyrir og eftir leik.

 

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!