Það var hart barist í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. 

ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum eftir 26 -30 sigur á ÍR í 2. leik liðanna í miklum baráttuslag þar sem fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós. 

Þá tryggði FH sér einnig sæti með flottum sigri á Aftureldingu 23 -27 og þar með 2-0 sigri í einvíginu.

Hægt er að sjá tímasetningar allra leikja sem framundan eru hér.