Leikmenn beggja liða hafa sjálfsagt sofið lítið í nótt enda eftirvæntingin gríðarleg fyrir þriðja leik liðanna í orrustunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig leikurinn í kvöld þróast enda mikið undir. 

Við hvetjum stuðningsmenn beggja liða um að sýna andstæðingnum virðingu sem og að sjálfsögðu að njóta leiksins og sýna sínar bestu hliðar, enda fátt skemmtilegra en úrslitarimmur í Olísdeild karla og kvenna.

ÍBV – FH í kvöld kl. 18.30,
í beinni á Stöð 2 Sport þar sem Seinni bylgjan fer yfir allt það helsta fyrir og eftir leik.

 

Mætum á völlinn og styðjum okkar lið!