Orrustan um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram í Kaplakrika í kvöld þegar FH og ÍBV mætast öðru sinni kl. 19.30. Fyrsti leikurinn var frábær skemmtun og ekki við neinu öðru að búast en að sú skemmtun haldi áfram. Við hvetjum fólk til að mæta snemma og koma sér vel fyrir áður en veislan hefst.

FH – ÍBV í kvöld kl. 19.30.

Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.

 

Mætum á völlinn og styðjum okkar lið!