Eftir ótrúlega skemmtileg undanúrslit hefst orrustan um Íslandsmeistaratitilinn í dag í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna. Tvö bestu lið landsins mætast þar sem Hafnfirðingar ætla sér að kveðja Gísla Þorgeir Kristjánsson og fleirir leikmenn með titli á meðan ÍBV ætlar að hirða alla stóru titlana sem í boði eru á þessu tímabili og vinna þar með magnaða þrennu. Frábært einvígi framundan sem enginn handboltaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sér titilinn.

Leiktímarnir eru sem hér segir:

ÍBV – FH, í dag kl. 16.00

FH – ÍBV, þriðjudaginn 15. maí kl. 19.30.

ÍBV – FH, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.30.

FH – ÍBV, laugardaginn 19. maí kl. 19.30 (ef til hans kemur).

ÍBV – FH, þriðjudaginn 22. maí kl. 19.30 (ef til hans kemur).

Allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport þar sem Seinni bylgjan fer yfir allt það helsta fyrir og eftir leik.

 

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!