Eftir magnaða lokaumferð í Olísdeild karla er ljóst að ÍBV er deildarmeistari er þeir tryggðu titilinn í síðustu sókn sinni á móti Fram í Safamýri en Agnar Smári Jónsson var hetja Eyjamanna enn og aftur með síðasta mark leiksins þegar 6 sekúndur voru eftir. Þetta þýddi að þrátt fyrir flottan sigur þá endar Selfoss í 2. sæti deildarinnar, sem þó verður að teljast frábær árangur hjá ungu liði Patreks Jóhannessonar og verður gaman að sjá þá etja kappi við þá bestu í úrslitakeppninni sem hefst föstudaginn 13. apríl.

Við óskum ÍBV hjartanlega til hamingju með titilinn.