Olísdeild karla | Haukar og ÍBV í undanúrslitum

Tveir leikir fóru fram í kvöld í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla.

Í fyrri leik kvöldsins fékk FH lið ÍBV í heimsókn. Eftir æsispennandi leik endaði leikurinn 33-33 og fór ÍBV áfram í undanúrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leikur liðanna lauk einnig með jafntefli 31-31.

Þá sigraði Haukar lið Aftureldingar 36-22 í síðar leik kvöldsins. Fyrri leikur liðanna lauk einnig með sigri Hauka 35-25 og fara Haukar því áfram í undanúrslit á samanlögðum sigri 71-47.

Annað kvöld kemur í ljós hvaða liðum Haukar og ÍBV mæta í undanúrslitum Olísdeildar karla en Haukar mæta sigurvegurum úr viðeign Selfoss og Stjörnunnar en ÍBV mætir sigurvegurum úr viðureign Vals og KA.