Olísdeild karla | Fyrirkomulag úrslitakeppni

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hefst í kvöld og er hún leikin með nýju sniði þetta árið vegna þeirra miklu samkomutakmarkanna sem verið í gildi hér á landi í vetur.

Leiknir eru tveir leikir heima og heiman í hverri umferð þar sem efra liðið í Olísdeildinni á heimaleikinn í síðari leik liðanna. Farið eftir sömu reglum og í Evrópukeppnum og má lesa nánar um það hér fyrir neðan en textinn er tekinn úr reglugerð um sérstök atvik.

Reglugerð um sérstök atvik

2. grein

Vinningsröð liða ef miða á við Evrópukeppnisfyrirkomulag

1. Stigasöfnun

Lið vinnur sér inn stig sem hér segir:
a) sigur, 2 stig
b) jafntefli, 1 stig
c) tap, 0 stig

2. Vinningsröð liða

Stigahærra liðið eftir tvo leiki í keppninni heldur áfram. Ef liðin hafa jafnmörg stig eftir tvo leiki (ath ekki skal leikin framlenging), skal vinningsröð liða ákveðin í þessari röð:

a) markamismunur
b) fleiri mörk skoruð á útivelli
c) vítakastkeppni

Farið skal eftir leikreglum HSÍ og IHF um framkvæmd vítakastkeppni.

Hlekkur á reglugerðina: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2020/10/Reglugerd-um-serstok-atvik-1.pdf

Fyrstu leikirnir í úrslitakeppni Olísdeildar karla fara fram í dag og á morgun og má sjá leikjaplanið hér:

mán. 31. maí
kl. 18:00             ÍBV – FH                            Vestmannaeyjar
kl. 19:40             Afturelding – Haukar      Íþróttam. Varmá           

þri. 01. júní
18:00                  KA – Valur                        KA heimilið       
20:00                  Stjarnan – Selfoss            TM Höllin