FH og Selfoss mættust öðru sinni í Kaplakrika í frábærum handboltaleik. Þessi tvö lið buðu upp á stórkostlega skemmtun í fyrsta leik liðanna og því var eftirvæntingin mikil. Leikurinn olli heldur betur ekki vonbrigðum og það er ljóst að þetta einvígi mun bjóða upp á allt sem í boði er.

Heimamenn höfðu frumkvæðið framan af en seiglan í liði Selfoss er mögnuð og þeir voru aldrei langt undan og á köflum undir lok leiksins leit út fyrir að þeir mundu vinna upp það forskot sem FH hafði. En allt kom fyrir ekki, FH var sterkarinn allt til loka með Gísla Þorgeir Kristjánsson fremstan í flokki og tryggði sér sigur 37-33. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1.

Þriðji leikur liðanna fer fram á þriðjudag á Selfossi og hefst hann kl. 19.00.

Nú er einnig ljóst að þátttöku ÍBV í Áskorendakeppni Evrópu er lokið eftir frábæra frammistöðu í keppninni. Leikur tvö í rimmu ÍBV og Hauka fer fram fimmtudaginn 3. maí í Hafnarfirði og hefst hann kl. 19.30.

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!