Leikur 4 í orrustunni um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Kaplakrika kl. 16.30 í dag. ÍBV getur tryggt sér titilinn með sigri og þurfa því heimamenn að leggja allt í sölurnar ef þeir ætla halda einvíginu áfram og tryggja oddaleik í Vestmannaeyjum á þriðjudag.

FH – ÍBV kl. 16.30,
í beinni á Stöð 2 Sport 2 þar sem Seinni bylgjan fer yfir allt það helsta fyrir og eftir leik.

Við hvetjum stuðningsmenn beggja liða um að sýna andstæðingnum virðingu sem og að sjálfsögðu að njóta leiksins og sýna sínar bestu hliðar, enda fátt skemmtilegra en úrslitarimmur í Olísdeild karla og kvenna.

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!